Það er ábyggilega hægt að fá mismunandi túlkanir úr þessari loka línu í myndini.
*Spoiler*
En mín upplifun er þannig að Dr. Strangelove er Þessi brjálaði þýski vísindamaður sem virðist vera haldinn af einhverskonar geðveilu sem lýsir sér eins og hann hagarsér. Ekki er það bara orðalagið eða hugsunarhátturinn sem má líkja við brjálaðann nasisma heldur einnig óstjórnlegu handahreifingar sem doktorinn á erfitt með að bæla niður.
Hann getur ekki gengið og því er það frekar kaldhæðnislegt að hann nái loks að standa upp og garga þessi sterku loka orð rétt fyrir tortíminguna sem hann hafði óskað sér.
Einnig hefur mér alltaf fundist þessi mynd gefa mér nýja vinkla og sjónarhorn við hvert áhorf. Og hef ég lengi velt fyrir mér þessi tengsl sem Kubrick skapar á milli nasisma einkennin hjá þýska spekingnum Dr. Strangelove og svo banadarísku paranoiuna og ýkjurnar hjá Rippers hershöfðingja.
En þessi tilteknu lokaorð fynnst mér vera bara einn angi af þessari stórfurðulegu geðveilu sem greyið doktorinn virðist vera haldin.
Og þessi stórfurðulega blanda fynnst mér enda sem kolsvört háðsádeila á þennann hugsunarhátt.
En ég væri einnig til í að heira aðrar túlkanir ef þið hafið einvað við að bæta.