Ég hef ekkert á móti fólki með sínar skoðanir en hérna er mín skoðun: Ég skil ALLS EKKI fólk sem fannst þessi mynd “grútleiðinleg”! Þessi mynd var ekki eins góð og bókin, ok, allt í fína með það, en hún var samt alveg geðveikt góð. Hún hefði fengið geðveika dóma hefði hún ekki verið byggð á bókinni, þ.e.a.s. ef þetta væri allt að sjást í fyrsta skiptið. Það er kannski ekki skrítið þar sem söguþráðurinn er algjör snilld og það var það skemmtilegasta við bókina en samt var myndin spennandi og hélt sér alveg sæmilega upp við bókina. Þessi mynd á alveg skilið að vera nefnd eftir bókinni, engin skömm af því!