Bernard Herrmann - Godfather of Film Music
Hann gerði tónlistina í mörgum mest elskuðu kvikmyndum sögunnar. Sæmi um það eru Psycho, Citizen Kane, Taxi Driver og North By Northwest. Ekki að það sé þó ástæðan fyrir gæðum hans tónlistar, heldur er það eitthvað sem þið þurfið bara að heyra til að skilja. Góð kynning á hans tónlist er að pikka upp eitt eintak af Vertigo eða North By Northwest eftir Hitchcock kallinn og setja á Music only track (allavega til í NbNw), og taka sérlega vel eftir Main theme-unum svo ég sletti. Þó geri ég mér grein fyrir því að flestir þekki hans verk eiyyhvað þar sem hann samdi nú hin frægu “cue” úr sturtuatriðinu í Psycho og ógnvænlega Cape Fear þemað sem núna er alltaf notað í The Simpsons til að boða komu Sideshow Bob (eftir parodyið þeirra af myndinni).