Umsögn mín um Edward Scissorhands:
Ég keypti mér eintak af mynd Tim Burtons Edward Scissorhands og vissi ekki við hverju átti að búast en hún kom mér svo sannarlega á óvart.
Þetta er þriðja stóra mynd Tims í fullri lengd en hinar voru Beetlejuice og Batman en áður hafði hann gert hina nánast óþekktu Pee Wees big adventure.
Tim Burton er minn uppáhalds leikstjóri,Johnny Depp uppáhaldsleikarinn og Danny Elfman mitt uppáhalds tónskáld og þegar þessir þrír snillingar eru saman þá er ekki hægt að búast við öðru en mestaraverki sem Edward Scissorhands er.
Þetta er fyrsta myndin sem Johnny og Tim vinna saman en aðrar myndir sem þeir hafa gert eru Ed Wood,Sleepy Hollow,Charlie and the Chocolate factory og Corpse Bride.
Aðrir leikarar myndarinnar eru Winona Ryder,Dianne Wiest,Alan Arkin,Kathy Baker,Anthony Michael Hall og svo gamli hryllingsmynda kóngurinn Vincent Price sem leikur uppfiningamanninn sem bjó Edward til.
Tónlistin er góð og falleg og útlit myndarinnar flott.Heimarnir sem Burton skapar eru alltaf svo myrkir,flottir og bara brilliant.
Það að að Depp,Elfman og Burton hafi aldrei unnið Óskarsverðlaun er hneykslandi og þeir fá ekki einu sinni tilnefningu. Tim leikstýrir þessu svo vel að ég mundi segja að þetta væri lang besta myndin hans(sem ég hef séð eftir hann).
Johnny Depp sannar það enn og aftur að hann er einn besti leikari nú tímans og hann leikur Edward rosalega vel.
Alan Arkin og Vincent Price eru góðir í aukahlutverkum og sömuleiðis Kathy Baker.
Dianne Wiest var líka góð en á köflum þó fannst mér eitthvað vera slappt,ég bara veit ekki hvað.
Anthony Michael Hall var óþolandi sem skíthælinn Jim og Winona Ryder sæt en þó skilaði hún ekki mjög góðri frammistöðu en var sæmileg.
Edward er verk uppfinningamanns en er þó ekki alveg kláraður.Hann hefur skæri í staðinn fyrir hendur og býr einn í kastala uppfinningamannsins.Peg(Wiest)selur snyrtivörur í heimahúsum í bænum Suburbia.Henni gengur ekki vel en hún hefur þó gullhjarta.Hún ákveður að fara í kastalann sem Edward býr í og finnur hann þar og tekur hann með sér heim. Edward Scissorhands er fallegt,sorglegt og fyndið ævintýri.Enginn má missa af þessu meistaraverki.
Algjört skylduáhorf með boðskap.