Ég ætla að byrja á því að tilkina að sá sem hefur ekki séð A Clockwork Orange, og eða hefur ekki áhuga á að heira um hana ætti ekki að lesa þennann póst. (ég held að Það kallist víst *spoiler* )
Sigginn
Mér persónulega fannst hún samt leiðinlega tekin upp. Langflest atriðin voru gífurlega löng með mjög lítilli hreyfingu sem gerði myndina rosalega hæga. Þetta er samt mjög sérstakur stíll, og ég get alveg skilið að annað fólk fíli þetta.
Já, ég bara finn ekki fyrir þessum löngu, leiðinlegu og hreifingalausum senum. Mig fynnst einmitt svo frábærlage gert hjá Kubrick hvernig hann nær að byggja upp þennann “sýrða” heim, piltana með ótal smáatriðum í bæði tónlist, leik og leikmunum. Og ótal tilfiningaþrungnum táknum eins og slangan í skúffun í herberginu hjá Alex og dansandi fjórir jesus styttur í herberginu.
Mig fynnst þessi mynd líka mjög sterk á þann hátt að hún hefur ollið ófáum siðferðislegum spurningum upp, og ég mann ekki eftir neinni annari mynd í auknablikinu sem hefur haft jafn mikil áhrif á sín mína á dósmvöldum. Myndin gjörsamlega veitti mér persónulega algjörlega nýja sýn yfir tilgangi fangelsa, dómsvalda og yfirvalda.
En þú talar um að hún sé hæg. Ekki veit ég þinn kvikmyndasmekk eða hverskonar myndir þú ert að miðað við…
En ef þú ert að miðað við nútíma Hollywood spennu thrillera, þá skil ég þína afstöðu um hæga mynd. Og ég býst við að margir, séu einmitt fyrir vonbrigðum með myndina vegna þess að þeir þekkja kannski ekki nægilega stíl Kubricks. Myndir hanns eru ekkert talnar vera neitt léttmeti, og því er kannski ekkert hlaupið að því að renna í gegnum heila mynd ef menn eru ekki þannig stemdir.
Sigginn
En með leikinn stend ég fast á mínu. Jújú aðalleikarinn stóð sig vel og margir aðrir líka, eins og gaurinn sem lék Mr. Deltoid(snilldar persóna), er það voru allnokkrir sem fóru mikið í taugarnar á mér. Mér fannst t.d. margar persónur leiktar rosalega ýkt, og ber þá helst að nefna rithöfundinn sem þeir réðust á. Hann var alveg fáránlegur fannst mér. Svo fannst mér líka gaurinn sem lék Dim alveg hræðilegur. Í bókinni var hann bara heimskur, í myndinni var hann nánast þroskaheftur. Það fór rosalega í taugarnar á mér og man ég ekki eftir persónu í bíómynd sem mér er eins illa við.
Jújú, ég get verið sammála því að það voru nokkrir veikir punktar í leikurunum. En á heildina litið fynnst mér leikurinn alveg til fyrirmyndar, þá í þessa mynd sem er höfð viljandi svona ýkt og stundum ruddaleg.
En ég skil þig fullkomega ef að þú ert ekki almennt að fýla þennan ýkta stíl Kubricks.
En svo hef ég ekki lesið söguna, sem þú hefur gert. Og þú ert kannski að bera persónur samann upp úr sögunni.
Sigginn
Það versta samt við myndina finnst mér vera hversu illa Kubrick ruglaðu mann í sambandi við pointið í sögunni. Auðvitað þurfti hann að breyta einhverju, en mér fannst hann hafa gert mjög furðulegar breytingar sem gerðu ekkert nema að afvegaleiða mann í að skylja frekar flóka sögu. Það sannaði sig líka alveg þegar myndin kom út. Fólk sá ekkert annað nema ofbeldi og furðulegheit í stað boðskapsins, sem endaði með því að Kubrick lét banna sýningar hennar í kvikmyndahúsum.
Nú hef ég ekki lesið bókina og veit því ekki hvernig hann hefur breytt sögunni. En ég veit það að Kubrick hefur ávalt viljað túlka og endursegja sögur eftir sínu höfði. Og ef honum þykir of mikið sagt í sögunni, segir hann minna í myndini.
Einnig hefur stíll Kubricks frekar einkennst af því að hann veltur upp siðferðislegum spurningum sem hann lætur áhorfandann svo um að velta fyrir sér og meta sjálfa.
Það að fólk hafi túlkað í fljótfærni myndina sem einhvern áróður með ofbeldi eða hroðaverkum, fynns frekar lýsa dómum þeirra frekar en myndini sem slíkri. Því að þegar maður rýnir nánar í myndina með opnu hugarfari sést frekar köld ádeila á það hvernig yfirvöld misnota valdsitt á þá sem hafa misstigið sig í lífinu. Þá er ég að tala um þessa sterku hemdarþörf stjórnvalda og almennings.
Og einnig ádeila á þá tilhneigingu hjá almenningi að vilja bæla niður val og frjálsann vilja ef að sá vilji er ekki í þágu samfélagsinns. Og þá vilja menn helst leita í einhverjar fljótvirkar gerfilausnir eins og lyf, eða því um líkt.
Þó svo að Kubrick sé að nota ofbeldi sem áróðurstæki fyrir stíf og aftuhaldsöm stjórnvöld er ekki þar með sagt að hann sé að stuðla að ofbeldi. Rétt eins og í stíðsmyndinini Dr. Strangelove er Kubrick ekki að lofsingja stríð, heldu frekar að nota þversagnir og kaldhæðni til þess að draga framm bjánaskappin sem fylgir stríðsrekstri.
Ef menn ætla sér að taka allt úr samhengi með Dr. Strangelove eins og með A Clockwork er ég hræddur um að menn munu halda að hann væri að stuðla að stríði, með þessari mynd.
En þetta með að nota kaldhæðni og þversagnir til þess að koma með andstæðar skoðanir eða sjónarmið er alls ekki nýtt af nálinni. Þetta þótti til dæmis lengi vel mjög snjöll leið hjá rómantískum og en meira hjá raunsæis skáldum hér á íslandi til þess að koma með skoðanir, yfirlýsingar eða sjónarmið. En þegar menn nota þessa tækni hjá aftuhaldsömum þjóðum eins og Bretland var á þessum tíma fer allt í há loft.
__________________________________________
En ég skil þig samt fullkomlega ef að þú fílir ekki myndina vegna þess að hún sé of þung eða hæg. Það eina sem stakk mig í agun í byrjun var sú fullyrðing að hún væri illa gerð. Bara af því að þú skyldir hana ekki.
En Lucifersam kveður að sinni.