Jáhá, kannski ætti þessi korkur heima annars staðar en ég svara þér engu að síður.
Hvað áttu við að þeir séu að breyta “history”? Það er munur á mannkynssögu og trúarbrögðum. Í mannkynssögunni vitum við aðeins til þess að líklega var til maður sem hét Jesú og var uppi fyrir um 2000 árum. Í kristni er hann hins vegar sonur Guðs og framkvæmdi alls kyns kraftaverk. Það að Jesú hafi ekki verið giftur er ein af kennisetningum kirkjunnar og segir ekkert um hvað raunverulega hafi gerst eða hver gangur sögunnar er. Þú ert þarna að gera ráð fyrir að heimurinn hafi mótast skv. heimsmynd kristninnar og fáránlegt að vera að gagnrýna skáldverk fyrir að kanna aðra möguleika.
Við öll vitum að þetta er bara kvikmynd en
c'mon að gifta Jesú? Mér finnst að the
Da Vinci Code ætti frekar að segja til um nákvæma sögu Jesú, eins og t.d. Passion of Christ. Auðvitað væri það að herma, en mér finnst þetta og langt gengið.
Nákvæma sögu Jesú? Samkvæmt Guðspjöllunum fjórum sem rötuðu í Biblíuna þá? Þetta voru ekki einu guðspjöllin sem skrifuð voru og hver “saga” Jesú var er aftur hluti af trúnni. Svo finnst mér frekar fáránlegt út af fyrir sig að þú sért að reyna að banna höfundi að skrifa eigið skáldverk í friði. Mest af hlutunum sem nefndir eru í bók Dans Brown er örugglega þvæla en hún tekur samt á forvitnilegum málefnum og allt sem hún gerir er að sýna aðra mögulega hlið á Jesú Kristi sem samræmist ekki kennisetningum kirkjunnar.
Er s.s. kjarni málsins þá að þér finnist efni bókarinnar vera guðlast?