Ekki fara á American Psycho!!!
Ég fór á American Psycho um daginn og hún var ömurleg. ´Myndin átti að vera voða svört og töff en endar bara í einhverju rugli þar sem maður veit ekkert hvað er í gangi. Hún skilur ekkert eftir sig og það kostar 700 krónur í bíó. Kaupið ykkur frekar ís. <br>Kannski var það líka það að ég fór á boðsýningu X-ins og undirtóna og fólkið í kringum okkur var það leiðinlegasta í heimi sem gat ekki haldið kjafti og fór alltaf að skellihlægja á tilfinningaþrungnum mómentum……logn á undan stormi, þögn rétt fyrir morð og þau blaðrandi og hlægjandi eins og fávitar. Jú kannski var það bara x-ið sem eyðilagði myndina…kannski er hún allt í lagi. Kannski ég ætti bara að sleppa x sýningum….já ég held það frekar. En satt að segja var ég búin að gleyma myndinni um leið og ég var komin út á bílastæði. Það hlýtur að segja eitthvað.