Hvaða leikarar eða leikkonur fara mest í taugarnar á þér? Svo að fólk sé ekki að nefna alveg skrilljón leikara, eigum við þá ekki að setja þetta í svona topp 5 lista? Minn væri þá svona:

1. Steven Segal: Það er bara eitthvað við hann sem fær mig til að gubba í munninn á mér.

2. Jodie Foster: Ókey, hún var fín í Silence of the Lambs. Annars þoli ég hana bara ekki, hvernig hún talar og bara leikur almennt.

3. Tilda Swinton: Eins og Jodie Foster, þá er bara eitthvað við þessa konu.

4. Brendar Fraser: Monkeybone, Blast From the Past, George of the Jungle og Dudley fkn Do-Right. Need I say more?

5. Owen Wilson: Ég bókstaflega þoli ekki hvernig þessi gaur er. Hann minnir mig ótrúlega mikið á forsetisráðherran okkar, hann Halldór Ásgrímsson. Ekki beint sama dýpt í röddunum en líkt og Halldór, þá á Owen mjög erfitt með að breyta tónhæðinni í röddinni sinni.


Gæti verið að ég hafi gleymt einhverjum sem fara gífurlega í taugarnar á mér. En endilega gerið ykkar lista. :)