Sem eldgamall Superman fan þá er ég búinn að bíða eftir þessum blessaða trailer með mikilli eftirvæntingu síðustu mánuðina.
Ég er bara alls ekki sáttur, hann byrjar mjög vel með Lex í fortressinu og kílómetra löngu stökki frá ungum Clark en restin er ekkert æðisleg.
Búningurinn er alls ekki töff, það er svosem gefið, hann hefur aldrei verið töff.
Það er algert smáatriði en getur skemmt mikið fyrir.
CGI virkar tölvuleikjalegt. Engum hefur reyndar tekist að gera fólk rauverulegt með CGI, ekki einu sinni George Lucas… samt kostaði þessi mynd 180 milljónir dala.
Ég óttast að Spacey geri Lex “campy” eins og Gene Hackman lék hann í fyrstu myndunum. Ég vil frekar fá framhald af Lex úr Smallville þáttunum, bara eldri og bitrari.
Ég vona að “Lex rændi Lois” verði ekki aðalplottið í myndinni.
Samt Superman returns verður 2 og hálfur klukkutími svo 2 mínutna trailer segir mjög lítið. Svo hef ég trú á Bryan Singer, mér hefði aldrei dottið í hug að X-men gætu virkað á hvíta tjaldinu án þess að verða cheesie/corny/campy/cartoony.
Ég held bara í vonina, svo fékk myndin góða dóma hjá www.aintitcool.com
Sorry fyrir enskusletturnar.