Men Of War með Bruce Willis
Leikstjóranum Antoine Fuqua ( Bait ) hefur verið boðið að leikstýra nýjustu mynd kappans Bruce Willis. Svo virðist, sem yfirmönnum Revolution Studios hafi litist svo vel á það verk sem hann er að skila af sér með Denzel Washington myndina Training Day, að þeir vildu endilega að hann tæki að sér þetta verkefni sem nefnist Men of War. Fjallar myndin um yfirmann í hernum sem er sendur til Afríku í stórhættulegan björgunarleiðangur. Með Willis í myndinni mun einnig leika Monica Bellucci og fer myndin í framleiðslu snemma á næsta ári.