Það Besta og Versta árið 2001
Jæja nú er 2001 á enda og ég ákvað að koma eftir langan tíma með grein og skrifa um bestu og verstu kvikmyndir ársins en fyrir ári skrifaði Gandalfur grein um árið 2001 (hét “2001”), þegar ég las hana var ég mjög spenntur fyrir nokkrum myndum þarna, þessar væntanlegu myndir litu mjög vel út, en þegar sumrið var á enda skrifaði hann aðra grein um hafði lélegar myndir höfðu komið, flest allar þessar myndir sem fólk var með væntingar til stóðust þær alls ekki og oftast langt í frá.
En eins og fyrr kom mun ég fara yfir þær myndir sem voru bestu og verstu, mestu vonbrigðin og hvaða myndum við getum farið að hlakka til að sjá á næsta ári.
Þegar litið er til ársins 2001 var ég mest spenntur fyrir framtíðarsýn Stanley Kubrick´s, A.I., The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring, Shrek, Pearl Harbour og Hannibal.
Leyndin í kringum A.I. náði að æsa upp í mörgum, og kannski aðeins of mikið; fólki fannst hún barasta ekki standast undir væntingum! Fólki fannst aðalega skrítin með endirinn að gera.
Fellowship of the Ring hef ég verið spenntur fyrir síðan fyrstu orðrómar um myndina fóru á stjá, ég hafði það lesið Hobbitan einu eða tvisvar sinnum, maður var svaka spenntur að sjá hann Sean Connery leika Gandalf en svo heppilega til varð það ekki.
Rétt eftir að Antz kom í bíó tilkynnti DreamWorks að næsta “tölvu teiknimyndin” þeirra yrði Shrek með Mike Myers og Eddy Murphy og söguþráðurinn snérist í kringum grænt skrímsli varð ég allveg heillaður og var síðan að lesa flest allar fréttir og scoops sem komu í kringum myndina,
Þegar fyrsta auglýsingin fyrir næstu (þá) mynd Michael Bay og Jerry Bruckheimer (saman gerðu þeir The Rock sem er fínasta hasamynd og Armageddon sem er ein versta mynd sem ég hef séð) hugasaði ég hversu mikil hörmung þetta yrði, þegar auglýsingin var búinn var ég strax búinn að snúast hugur, fannst myndin rosalega flott (þá var sýnt 2 mín af svaka actioni)!
Þegar ég sá The Silence of the Lambs fyrst fannst mér hún hrikalega góð og finnst enn, þegar fyrstu orðrómarnir um framhaldið fóru á netið þá gat ég ekki hugsað um annað hvað það væri flott að sjá hann Dr.Hannibal Lecter aftur á hvíta tjaldinu, og það laus í ítalíu, hef alltaf verið hrifinn af ítölskum mat..
Kannski var ég of spenntur fyrir þeim, ætli ég hafi barasta ekki verið
“vonbrigði stafar af uppsöfnun væntingum
mér finnst þær allar standast undir væntingum nema Pearl Harbour og Hannibal
En ætli það sé ekki best að skoða fyrst bestu myndir ársins;
<img border=“0” src="
http://www.simnet.is/stevenspielberg/2001/lotr.jpg“>
1. Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
- Það er ekki oft sem ég hef skemmt mér jafn vel og þegar ég fór á FotR en ég er búinn að sjá hana hingað til þrisvar sinnum og ætla mér að fara á hana einu sinni enn! Aldrei hefur bók lifnað við á hvíta tjaldinu svo megnug, hugarlendur Tolkiens eiga eftir að
Hiklaust besta mynd ársins og verður vonandi tilnefnd til nokkra Óskara.
<img border=”0“ src=”
http://www.simnet.is/stevenspielberg/2001/shrek.jpg“>
2. Shrek
- Stórskemmtileg barna- og fullorðins mynd um græna orkinn Shrek, mikið að bröndurum fyrir littla fólkið og nokkrir svona fyrir þá eldri.
<img border=”0“ src=”
http://www.simnet.is/stevenspielberg/2001/ai.jpg">
3. A.I.: Artificial Intelligence
- Framtíðarsýn meistara Stanley Kubrick sem hann fól Steven Spielberg til að leikstýra, hryllileg en um leið bráðfalleg saga um vélmenna dreng sem þráir ekkert meira en að verða mannlegur, Haley Joel Osment verður hiklaust tilnefndur til besta leikara, tæknibrellur, handrit og vinnsla til fyrirmyndar.
Nokkrum atriðum hefði mátt sleppa en
4. Almost Famous
5. Memento
6. Harry Potter and the Sorcerer's Stone
7. Cast Away
8. Best in Show
9. The Others
10. Tigerlands
11. Traffic
12. Crunching Tiger, Hidden Dragon
13. The Contender
14. Unbreakable
15. Jay and Silent Bob Strike Back
Myndir sem skrifandi hefur eigi séð:
A Beautyful Mind
Ali
Vanilla Sky
Amélie
Monsters, Inc
Verstu myndir ársins:
1. The Mummy Returns
2. Tomcats
3. Tomb Raider
4. The One
5. Corky Romano
Mestu skellir ársins:
1. Hannibal
2. Pearl Harbour
3. The Mexican
4. Unbreakable
5. Final Fantasy
2002
Er ekki um að gera að fjalla aðeins um þessar myndir sem eru væntanlegar í bíó árið 2002, þessar myndir sem mér finnst standa aðalega uppúr eru:
Minority Report
með Tom Cruise og Steven Spielberg leikstýrir þessum hardcore framtíðartrilli
The Two Towers
auðvitað framhaldið af Fellowship of the Ring, partur tvö í þessari svakalegu kvikmyndaseríu (eða það lítur út fyrir það), The Two Towers
The Signs
með Mel Gibson og M.Night — SKOÐA —- sem lítur bara vel út
When We Where Soldiers
einnig með Gibson en Randall Wallace leikstýrir en hann skrifaði Braveheart
Insomnia
með Al Pacino og Robin Williams, en í þetta skiptið leikur Williams - SKOÐA -
Spirit
teiknimyndina Spirit sem DreamWorks framleiðir og Bryan Adams skrifar lögin
Spider-Man
Leikstjórn Sam Raimi gæti hugsanlega gert hana að fínni mynd, lítur mjög vel út
Ice Age
Gríðalega glæsileg tölvuteiknuð mynd, sjaldan hleygið jafn dátt yfir auglýsingu
Star Wars Episode II: Attack of the Clones
Star Wars eru alltaf klassískar, auglýsingarnar litu mjög vel út! Allir í bíó í maí!
IndyJones