Blade 3 í burðarliðnum
Handritshöfundurinn og leikstjórinn David Goyer ( Dark City ) mun skrifa handritið að Blade 3. Tökum á Blade 2: Bloodlust lauk í Prag nú fyrir um mánuði síðan. Henni var leikstýrt af Guillermo Del Toro ( Cronos ) sem kom í staðinn fyrir leikstjóra fyrstu myndarinnar en það var Steve Norrington. Goyer skrifaði einnig handritið af henni, en hefur látið út úr sér að handritið að Blade 3 verði það síðasta sem hann skrifi fyrir aðra leikstjóra en sjálfan sig, þannig að ekki mun hann leikstýra þriðja kaflanum um vampírubanann. Næst á döfinni hjá honum verður annaðhvort að leikstýra Murder Mysteries fyrir Miramax, sem skrifaðar voru af Neil Geiman ( Princess Mononoke ) eða Dr. Strange fyrir Marvel Comics.