Eigið þið ykkur einhverjar uppáhaldsmyndir sem myndu seint teljast góðar kvikmyndir en þið elskið þær samt? Hjá mér eru það Mortal Kombat myndirnar, kvikmyndalega slæmar en það er bara eitthvað svo skemmtinlegt við þær.
Það er nú eiginlega öfugt hjá mér, það er að segja, var vinsæl en mér fannst hún vera DREPLEIÐINLEG. Man ekki hvar ég sá hana, en jeminn, ég sofnaði næstum. Náði þó að þrauka, en að heyra Ewan McGregor syngja á sinn ógeðslega hátt svæfði mig næstum. Hann hafði þó allavega hæfileika í að svæfa fólk í þessari mynd.
Ef þú myndir taka búningana úr MK: Annihilation og setja þá í Mortal Kombat þá væri hún ennþá betri og að mínu mati með 7 í einkunn vegna skemmtannagildis:)
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”
“Devil Dog”, hands down! Sjónvarpsmynd frá 1978 með Richard heitnum Crenna (Col. Trautman í Rambó myndunum). Í þessari frábæru mynd er hann fjölskyldufaðir sem kaupir lítinn sætan séfer-hvolp handa börnunum sínum, en kemst svo að því að voffi er andkristur í hundslíki! Need I say more?
Svo er “Hell Comes to Frogtown” líklega í öðru sæti, klassískt meistarastykki.
Rétt er það. Mig minnir sveimérþá að þessi undirtitill hafi gert útslagið með að ég keypti þennan rykfallna VHS-gimstein á kr. 200 í Kolaportinu á sínum tíma :)
Einnig: Að gefnu tilefni þá áttu að skrifa ‘fíla’ en ekki ‘fýla’. Orðið er komið af gríska rótarorðinu ‘phil’ sem þýðir ást sem samræmist því að sögnina ‘að fíla’ e-ð þýðir að elska e-ð eða hafa gaman að e-u. Skv. uppruna orðsins er því réttara að rita ‘í’ frekar en ‘ý’.
ótrúlega margar 80's myndir sem mar hefur gaman af, en eru samt ógurlega lélegar… eins og ýmsar myndir með michael j fox, eins og teen wolf… ótrúlega skemmtilegar myndir marga
Eg sé allar Steven Seagal myndir sem koma út! Ég og félaginn minn horfum á þær allar saman og dýrkum þær :D Erum meira að segja með nick name á honum: Steagmeister!
Golden Ninja Warrior Ninja Squad The Ninja Terminator Steven Seagal/Van Damme myndir. Kickboxer 2 No Retreat, No Surrender (vondur rússneskur karatekappi + draugur Bruce Lee = awesome) Cheesy Hollywood hasarmyndir
Og margt, margt fleira. B-myndir eru t.d. alltaf góðar.
Annars er Conan alltaf skemmtilegur. Snilldarverkið Special forces er líka frábær mynd fyrir alvöru ameríska föðurlandsvini. Það eru því miður engir arabar í henni, heldur heldur hún sig á fremur klassískar slóðir. Kommadráp, yeeeey!!!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..