Jæja loksins, mér tókst þetta að lokum og þetta tók alveg slatta af tíma.
http://www.dvdaficionado.com/dvds.html?cat=1&id=robbiÞað eru þarna nokkrar sem ég er ekki stoltur af … t.d. Along Came a Spider, Hollow Man og Behind Enemy Lines. Auðgleymdar og slappar. Annars er ég nokkuð stoltur af safninu í heild og tel það vera nokkuð gott. Mig vantar reyndar nokkrar góðar, t.d. Shawshank, Schindlers List og fleiri sem eru fyrir löngu orðnar klassískar. Eins og sést á listanum er Steve McQueen í uppáhaldi hjá mér sem og Tom Hanks og það er greinilegt að ég fíla drama myndir með góða sögu frekar en harðhausamyndir og heilalausar grínmyndir.