The Matrix setti heimsmet í tæknibrellum á sínum tíma. Allt við þá mynd var gríðarlega flott og útpælt og í rauninni setti ný viðmið í tæknibrellugeiranum. Hvað hafa komið margar myndir sem hafa “hermt eftir” Matrix? Þær eru þónokkuð margar og ber þá sérstaklega að nefna skotatriðið uppá þaki (held það heiti Bullet time) og þegar Trinity stekkur upp í loftið í byrjun.
King Kong var líka með flottar brellur, það er ótrúlegt að þessi górilla hafi verið gerð í tölvu. Magnað. En fyrst það er minnst á KK, þá skal hafa í huga gömlu myndina frá '33, þar eru tæknibrellurnar flottar. Ég stóð á öndinni hvað eftir annað við að horfa á þá mynd og hugsaði: “Hvernig í fjandanum var þetta hægt fyrir 70 árum??!!”
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.