Þessi mynd fjallar um tvo vini sem búa á Vesturbakkanum og standa frammi fyreir því einn daginn að þeir hafa verið valdir til að taka þátt í sjálfsmorðsárás. Miðað við það sem ég hef lesið um myndina, sýnir hún aðstæður á Vesturbakkanum og skyggnist bak bið hvað getur fengið menn til að vera tilbúnir að sprengja sjálfa sig og saklausa borgara í loft upp. Hvaða menn eru þetta og hvaða bakgrunn hafa þeir? Þessi mynd fellir ekki dóma, sýnir báðar hliðar og réttlætir hvergi sjálfsmorðsárásir. Últimate boðskapur hennar er von um frið, án þess að hún komi með neina töfralausn. Hún varpar hins vegar upp mynd af fólkinu sem gerir þetta og hvað mótiverar það.
Þessi mynd hefur fegnið fjölda verðlauna og viðurkenninga og er tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. Heimasíða hennar er
http://wip.warnerbros.com/paradisenow/Mig dauðlangar að sjá þessa mynd. Trailerinn fannst mér sérlega áhrifaríkur. Þá ekki síst notkun hins fallega lags Alexi Murdoch, “Orange Sky”.