THE OMEN 666 Núna styttist í endurgerð Richard Donner myndarinnar, The Omen og ber hún nafnið THE OMEN 666 og kemur út þann 06 06 06. Rétt eins og fyrri myndin fjallar hún um ungan dreng sem er djöfullinn endurfæddur.

Stórleikarinn Gregory Peck leik faðir drengins í upprunalegu myndinni og sýndi þar stórleik. Núna í hlutverki föðursins er lítt þekktur leikari sem heitir Liev Schreiber. Í öðrum hlutverkum eru Julia Stiles í hlutverki móður drengsins, Michael Gambon og hinn ágæti Pete Postlethwaite í hlutverki prestsins Brennan.

Fyrri myndin spannaði af sér nokkrar myndir, Damien: Omen II, The Final Conflict og að lokum sjónvarpsmyndina Omen IV: The Awakening. Allar þessar voru barasta ágætis myndir fyrir utan þá síðustu enda var efnið orðið dálítið skrjáf þunnt.

Hægt er að sjá bíóbrot úr myndinni hérna: http://www.topp5.is/?sida=biobrot&id=129

Meðfylgjandi er mynd af nýja Damien, en hann er leikinn af óþekktum Seamus Davey-Fitzpatrick.