
Stórleikarinn Gregory Peck leik faðir drengins í upprunalegu myndinni og sýndi þar stórleik. Núna í hlutverki föðursins er lítt þekktur leikari sem heitir Liev Schreiber. Í öðrum hlutverkum eru Julia Stiles í hlutverki móður drengsins, Michael Gambon og hinn ágæti Pete Postlethwaite í hlutverki prestsins Brennan.
Fyrri myndin spannaði af sér nokkrar myndir, Damien: Omen II, The Final Conflict og að lokum sjónvarpsmyndina Omen IV: The Awakening. Allar þessar voru barasta ágætis myndir fyrir utan þá síðustu enda var efnið orðið dálítið skrjáf þunnt.
Hægt er að sjá bíóbrot úr myndinni hérna: http://www.topp5.is/?sida=biobrot&id=129
Meðfylgjandi er mynd af nýja Damien, en hann er leikinn af óþekktum Seamus Davey-Fitzpatrick.