Ég verð nú bara að segja eins og er, þá er þetta nokkuð þraungt sjónarhorn hjá þér.
Ég hef nú hnigað til talið mig nokkuð fróðan um kvikmyndir og kvikmyndasöguna í heild, enda er ég mikill áhugamaður um kvikmyndir. En mér finnst flestar listrænar kvikmyndir alveg hundleiðinlegar. Auðvita kemur ein og ein sem mér finnst skemmtileg, en það er örsjaldan. Þó oftast er ég nú sammála um að þetta séu góðar myndir kvikmyndalega séð, en mér finnst þær bara leiðinlegar. Og ef það á að vera einhver mælihvarði á þekkingu um kvikmyndir, hvort maður hefur gaman af listrænum myndum eða ekki, þá væri ég líklega í neðstu sætum.
Ég hef mestan áhuga á bandarískum kvikmyndum, og um 60-70% bandarískra kvikmynda koma frá Hollywood eða fyrirtækjum sem eru tengd þaðan, svo það er hægt að segja að ég velji frekar Hollywood mynd frekar en e-ð japanskt meistaraverk. Í raun mundi ég kjósa lélega b-mynd fram yfir meistaraverkið. Afhverju mundi ég gera það ? Jú því mitt “sésvið” eða sá hluti sem ég hef mestan áhuga á, eru einmitt lélegar b-myndir. Hrár myndir sem kosta lítið sem ekki neit og líta vægast sagt ílla út, en hafa það eina takmark að skemmta áhorfandanum. Myndir sem taka sjálfan sig ekki of alvarlega. Þetta er myndir sem ég dýrka. Og er ég þá einhver vitleisingur af því að ég kýs frekar b-myndir heldur en meistaraverk ?
Það er sér kafli innan kvikmyndarsögunar sem er bara um Hollywood myndir, og ertu þá að segja að sérfræðingurinn í Hollywood myndum hafi engan rétt til að kalla sig Kvikmyndaáhuga mann, af því að hann kann betur að meta Hollywood myndir heldur en listrænar.
Þetta er bara mjög þröngt sjónarhorn hjá þér. Kvikmyndaiðnaðurinn er svo miklu, miklu stærri en einhver smá, lítill, mjög lítill hluti hennar(Listrænar myndir). Svo menn geta alveg verið sérfræðingar/kvikmyndaáhugamenn/o.s.frm þó þeir kunni ekki að meta listrænar myndir. Ef þér finnst listrænar myndir bestar, þá er það þitt mál, ekki er ég eða einhverjir aðrir að kalla þig vitleising, eða að þú hafir engan rétt til að kalla þig kvikmyndaáhuga mann vegna þess. En á móti, hefur þú ekki rétt á því að segja að við höfum engan rétt á að kalla okkur kvikmyndaáhuga menn.
Og svona til að enda þetta á “pabbi minn er sterkari en pabbi þinn” umræðu, þá er ég nokkuð viss um að ég, b-mynda áhugamaðurinn, búi yfir meiri þekkingu í sambandi við kvikmyndir en þú, listræni áhugamaðurinn.