Þú verður nú að átta þig á því að það er ekki hægt að bera svona myndir saman, þetta er ekki sama kalíber! Ef þú ert að skrifa gagnrýni og gefa stjörnugjöf geturu ekki gert upp á milli mynda með að miða þær við hvora aðra. Það er bara hreint og beint ósanngjarnt. Ég myndi gefa American History X og Indiana Jones and the Temple of Doom það sama eða fjórar af fimm stjörnum, en ég gæti aldrei farið að bera þær saman; aðra rýni ég sem skemmtun/vönduð vinnubrögð hina rýni ég sem háalvarlega drama sem tæklar rosalega erfitt efni. Þú munt aldrei geta gagnrýnt myndirnar nema fyrir það sem þær eru.
American History X er ótrúlega vel unnin kvikmynd sem tæklar efni sem er erfitt að skila frá sér vel, þeim tókst það og hún reyndi mikið á áhorfendur sína án þess að ganga frá þeim.
Indiana Jones and the Temple of Doom er frábær skemmtun og býður áhorfendum sínum uppá allt sem kvikmynd ætti að bjóða uppá: rómantík, drama, spennu, ævintýri og apaheila.
Báðar 4 af 5 í minni bók.. en sérð mig ekki bera þær saman.. þetta er eins og bera saman epli og appelsínur því báðir ávextirnir vaxa á trjám.