Núna á seinustu 2. dögum hef ég horft á 3 myndir. Myndirnar voru The Last Boyscout, Hostage og 12 Monkeys. Algjör tilviljun var það að allar þessar myndir voru með Bruce Willis í aðalhlutverki. Um daginn fór ég nefnilega í BT að kaupa myndir á 900 kall og keypti ég þá The Last Boyscout og 12 Monkeys en Hostage horfði ég á í flakkaranum.
Ég hafði aldrei séð neina af þessum myndum áður. Verð ég að segja að ég var mjög ánægður með þær allar. 12 Monkeys var best af þeim en The Last Boyscout er mynd þar sem Bruce Willis er í essinu sínu. Bæði svalur og fyndinn.
Ég ætla ekki að fara mikið út í um hvað myndirnar fjalla með spoilerum og slíku heldur láta imdb.com frekar um það.

Urlin eru í sömu myndaröð og ég taldi þær upp fyrst:

http://www.imdb.com/title/tt0102266/
http://www.imdb.com/title/tt0340163/
http://www.imdb.com/title/tt0114746/
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”