Ég neyddist til þess að horfa á þessa mynd í gærkvöldi. Ég verð að segja það að þetta er leiðinlegasta, illa leiknasta, tilganglausasta og heimskulegasta mynd sem ég hef nokkurn tíma séð.
Myndin skartar þeim Heather Locklear, Hilary Duff og Chris Noth í aðallhlutverkum. Ég held að það segi allt um gæði myndarinnar, enginn alvöru leikari myndi láta sjá sig í svona rusli.
En hún fjallar um mæðgurnar Jean og Holly Hamilton. Holly er orðin þreytt á að flytja vegna karlavandræða móður sinnar, því að mamman þarf bókstaflega að flytja í hevrt sinn sem hún hættir með manni.
Þegar þær flytja til Brooklyn vill Holly að það verði síðasta skiptið sem þær flytji.
Þannig að hún býr til leynilegan aðdáandi fyrir Jean, sendir henni blóm og eitthvað slíkt. Svo fer að komast alvara í þetta og þá verður Holly að gera eitthvað.
Og hvað gerir hún? Segir sannleikann? Nei. Hún býr til e-mail og skiptist á tölvupóstum við móður sína og þykist vera þessi leynigaur. Og tekur mynd af frænda vinkonu sinnar og sendir Jean.
Á endanum verður Holly auðvitað að segja sannleikann og hún gerir það. Jean verður, réttilega, bálreið og móðguð.
Eftir að Holly uppgvötar að vinur hennar er hrifinn af henni, er það hún sem vill flytja.
Á endanum ákveða þær ekki að flytja, Holly byrjar með vininum, mamman fer á “deit” með alvöru gaurnum (sem sagt frændanum) og þær flytja ekki.
Dæmigerður amerískur og hallærislegur endir.
Ég vil bara ráðleggja ykkur, sem stunda kvikmyndaáhugamálið, að sjá ekki þessa mynd. Ég sé eftir því að hafa sóað 90 mínútum af lífi mínu í þennan viðbjóð.
Takk fyrir mig.