Jæja, strákar og stelpur, nú verðið þið að segja mér hvað málið er með þessa Hostel dýrkun. Það virðist vera að fólk megi ekki ein sinni heyra á þessa blessuðu bíómynd minnst án þess að “kríma” í buxurnar.
Eruði sadísk? Hafa öll loforð um blóð og pyntingar dáleitt ykkur inn í þetta núverandi stig blindrar dýrkunar og áráttu á Hostel?
Eða lofar myndin kannski svona góðu? Þið hafið kannski séð trailerinn og tekið eftir frábærum leik og flottum sviðsmyndum , og strax sannfærst um það að þessi mynd sé “fkn gjööðveik”?
Þið eruð kannski kvikmyndaáhugmen? Áhugi ykkar á myndinni er eingöngu “fagmannlegur”. Hostel er gott dæmi um ofbeldisfulla túlkun ungs reiðs manns á maannkyni 21. aldar, right?
Kjaftæði allt saman!! Ódrepandi áhugi fólks á þessa mynd á sér eina ástæðu. Quentin “Ég er Jesús” Tarantino var framleiðandi. Ekki leikstjóri, heldur framleiðandi. Ekki handritshöfundur, heldur FRAMLEIÐANDI!!
Í 99,9% prósent tilvika er meðalmanninum svo gjörsamlega drullusama um hvaða leikstjóri eða framleiðandi á heiðurinn af myndinni sem hann er að horfa á, svo lengi sem að Adam Sandler sé í henni.
“Öööööh, jói. The longest Yard er víst leikstýrð af Saddam Hussein”
“Er Adam Sandler í henni?”
“öööh, já”
“já, þá er mér alveg sama”
En ef við erum að tala um tarantino þá sperrast allir upp verða fucking spiiinnegal.
Dýrkuninn á þessum manni hér á landi er búin að vera að stíga tangó við kúgu-reflexinn mín alveg síðan Kill Bill koma út, og hún hefur bara aukist eftir að Messías sjálfur ákvað að heiðra okkur með nærveru sinni.
Jájá, gott fólk, maðurinn býr til góðar myndir en fuck you! í alvöru talað.