Hvað fannst ykkur um Gone in 60 Sec.
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum … handritið var afleitt, það vantaði líf í flesta leikarana, spennan var í algeru lágmarki. Bílaeltingaleikirnir voru frekar ómerkilegir og hallærislega ýktir.<br><br>Nokkrum hlutum mátti sleppa úr þessari mynd:<br> 1. Fljúgandi gastanknum sem lemstraði bíla og byggingar.<br> 2. Genginu hans Johnny D. Engin tilgangur með þeim, nema kannski að gefa Vinnie Jones broslega aukainngöngu í myndina, það var þegar búið að kynna hann á skemmtilegan hátt á líkhúsinu.<br> 3. Sum af bílaatriðunum voru yfirþyrmilega asnaleg!<br> 4. Cage … virtist ekki hafa áhuga á því sem hann var að gera.<br><br>Einu plúsarnir voru: flottir bílar, en of lítið sýnt af þeim í action. Geggjað sánd (í Kringlubíó allavega). Angelina Jolie, var sæt þar sem hún birtist á rammanum í kannski 10mín, en sagði ekki mikið. Vinnie Jones sýndi stórleik ;)<br><br>Myndin var semsagt hörmung fyrir utan 2-3 atriði þar sem manni stökk bros á vör.<br><br>Stjörnur: 1/2 stykki ef maður miðar við alla myndina, annars 3 stykki ef ég miða bara við plúsana hér að ofan.