ég er ekkert alveg sammála þessu sko… ég hef reyndar ekki séð patriot, og ég er reyndar ekki að búast við neinu mögnuðu, aðalega vitandi hverjir leikstýra þessari mynd. og reyndar er ég heldur enginn mel gibson aðdáandi, þó svo að maður vekji ekki upp neina sjálfspyntingarlöngun í mér, eins og hann virðist gera í þér, kriegherr, og með því hugarfari skil ég þær yfirlýsingar þínar.<br>EN! það sem ég er alls ekki sammála er að myndir frá þessum tíma séu leiðinlegar af því “hermennirnir gangi í formation og séu mínútur að hlaða byssurnar”. mér finnst persónulega allt í lagi þó menn séu ekki tættir í sundur með byssukúlum; persónulega finnst mér stríð frá þessum tíma töluvert meira spennandi en stríðsmyndir með hugarfari nútímamannsins. ég er náttúrulega aum sál og allt það, en mér finnst það bara meira heillandi að menn náðu allt að því augnsambandi við óvininn, áður en þeir voru skornir með sverði eða öfugt, eða fengu skot úr byssunni sem var staðsett einungis metra frá þeim, því annað gekk ekki. ólíkt því sem er í dag að menn stíga á jarðsprengju sem var sett þarna af EINHVERJUM… og svo er sá sem stígur á þessar jarðsprengjur einhver sem ekkert kemur að stríðinu!!! hvað hafa til dæmis fílar með stríð að gera í dag???<br>en semsé, ég held að hvað bardagaatriðin sé hægt að gera ansi flott og, jú, þessvegna “gory” atriði úr stríðsmynd frá þessum tíma.<br>þetta er náttúrulega bara mín skoðun, hitt var þín.<br><br>hvað viðkemur fyrirsjáanlegum, hver deyr-hver deyr ekki, þá á ég eins og fyrr segir, eftir að sjá þessa mynd, en ef þetta er rétt hjá þér með hverjir deyja, þá er ég ofurlítið sammála þessu. það er alltaf gaman að myndum sem er ekki hægt að sjá fyrir; sem breyta á einn hátt eða annan útaf vananum. en þær eru of fáar, það er líka staðreynd, því ein formúla sem virkar er öruggari en áhættusemi í hollywood - sorglegt finnst þér og ykkur ekki?
-I don't really come from outer space.