Jæja, hefur fólk séð King Kong? Ef já, hvernig fannst ykkur hún? Mér fannst hún of löng, hún var það löng að maður fann fyrir því. En annars ágæt alveg….
Mjög góð og mér fannst hún ekkert langdregin… :) bakið á mér fann samt fyrir hvað hún var löng :/ Ég mæli ekki með að fara á hana í Háskólabíó. Vond sæti til lengdar.
Já eg er alveg sammála þér með það, ég var að deyja í bakinu og vissi ekkert hvernig ég átti að sitja. Annars hin fínasta mynd, þótt mér fyndist hún ekkert það skemmtileg, og jú.. mér fannst hún full löng.^^
fyrir hlé var bara ekki rassgat að gerast fannst myndin frekar langdreginn og eiginlega sá bara ekkert gott við hana :P:P en risaeðlubardaginn var helviti nettur og líka helvíti nettar pöddurnar í þarna gljúfrinu
Ég er ömurlegur gagnrýnandi en fannst myndin talsvert betri en ég bjóst við. Fannst samt ótrúlegt hvað myndin..hafði mikið..þetta var, þriller, komedía, rosalegt aktion og fyndin líka. Fann auðvitað fyrir því að þetta væri löng mynd, en aðeins vegna þess að ég var hræddur um að að hún væri að verða búin…
Mjög góð. Skil ekki hvað fólk er að kvarta yfir persónusköpun. Reyndar fannst mér myndin reyna að vera of mikið, pínu leikjstórarúnk. T.d. hryllingsmyndafílingurinn sem hann skapaði með frumbyggjana. Hann náði fram fínum hryllingsmynda effekt alveg, mjög flott atriði, en passaði voðalega illa við restina af myndinni.
Og atriðið þegar ormakvikyndið fór utan um manninn var með því óþægilegra sem ég hef séð. Frábært.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..