Hvernig væri að setja smá reglur á þetta? Til dæmis að banna að koma með einhverjar vísbendingar með myndinni. Eins og þegar einhver sendi inn mynd og sagði síðan að þetta væri hitchcock mynd, það verður svo auðvelt þá.

Svo finnst mér að fólk ætti að senda inn svolítið erfiðari myndir (stundum koma þó erfiðar) svo að fólk þurfi aðeins að hugsa eða reyna finna útúr því hvaða mynd þetta er. Alveg fáranlega auðveldar sumar myndirnar hérna. Ég er ekkert að tala um að allar myndirnar þurfi að vera úr einhverjum sjaldgæfum kvikmyndum. Það er hægt að gera margt erfitt, eins og að taka óþekktan leikara eða óþekktan ramma úr frægri mynd. Vísbendingar geta síðan fylgt í kjölfarið ef þrautin er erfið.

Kannski þá verður hægt að hafa eina mynd á dag.

Mig finnst þessar þrautir nefnilega skemmtilegar. Veit ekki hvort það gerir mig að nörd. Þetta er líka kannski aðeins of margar asnalegar bónir en þannig er nú lífið flókið.