Það eru tvær myndir sem að ég bið ykkur að segja mér hvað heita. Ég sá þær báðar í æsku og man lítið eftir þeim, en þetta er það sem ég man.
Mynd 1.
Þessi mynd er þannig að fullt af bardagamönnum fá sent bréfaskeyti. Í því stendur svo að þeir eigi að mæta eitthvert og berjast við aðra frábæra bardagamenn. Þeir börðust í svona útsláttarkeppni. Ég man að það var einn súmóglímukappi í þessari mynd. En hann var ekki aðal karakterinn. Ég er ekki að tala um Mortal Kombat. ;)
Mynd 2.
Þessi mynd gerist í Afríku. Þar mætir einhver kall í eitthvað þorp þar sem að íbúarnir eru ofsóttir af tveimur ljónum. Ég man eftir því að annað ljónið komst ínní spítalann þarna, sem að var fullur af særðum mönnum. Svo fékk það fylli sína þar inni. Minnir aðal persónan hafi verið hvítur gaur.
Ef að þið getið sagt mér hvað þessar myndir heita. Þá væri það frábært. Takk fyrir.