Mynd?
Í dag mundi ég allt í einu eftir einu atriði í mynd sem ég man ekkiert hvað heitir enda sá ég hana fyrir svona 8 árum, þá frekar ungur. Atriðið vakti óhug hjá mér og ég var hræddur eftir það. Allavega myndin fjallar um tvær stelpur, þetta kom með atriðinu í flashbackinu, sem eru bestu vinkonur en mamma einnar vill aðskilja þær, eitthvað þannig. En þær elska hvora aðra og ákveða að myrða vondu mömmuna með því að lokka hana út í skóg og síðan berja hana í hakk með steinum í nælonsokk. Svona var þetta nokkurn veginn, mamman öll í blóði. Mig langar mikið að vita hvað þessi mynd heitir því ég man engan veginn eftir því. Somebody?