Ég get svo sem alveg tekið undir það að mynd sem er bönnuð innan 12 fái betri undirtektir yngra fólks, enda óneitanlega fleira ungt fólk sem sér þær myndir en þær sem bannaðar eru innan 16 ára. Aftur á móti finn ég mig knúinn til að benda þér á eitt hvað þetta allt saman varðar.
http://www.imdb.com/title/tt0167260/ratingsÞarna er að finna alla tölfræðina á bak við stjörnugjöf RotK. Sést þar glögglega að fólk á aldrinum 0-45 (eða undir 18 til 45) var almennt að gefa mjög svipaða einkunn (8,8 - 9,3). Ef eitthvað þá voru karlmenn undir 18 að draga einkunnargjöfina niður. Vissulega gáfu stúlkur undir 18 ára betri einkunn, en það vegur þó á móti að þær eru hlutfallslega mjög fáar þegar litið er á heildarfjölda kjósenda (eða tæplega 3000 af 125000). Það er svo fyrst þegar fólk 45 ára og eldra fer að gefa einkunn sem stjörnugjöfin lækkar merkjanlega. Það mætti því allt eins segja að fólk 45 og eldra sé að draga myndina niður einkunnarlega séð fremur en að 13 ára krakkar séu að hífa hana upp.
Til samanburðar er hérna linkur á Spider-Man 2, og sést þar glöggt að fólk undir 18 ára gefur talsvert hærri einkunn en aðrir notendur imdb.
http://www.imdb.com/title/tt0316654/ratings