Bara að spurja af forvitni.Getið þið hugarar sagt mér er eitthvað ódýrara að kaupa efni frá UK eða USA? hvort að kostnaður við að fá þetta sent frá englandi sé lægri?
Ég hef einu sinni verslað við amazon.co.uk og var alveg ágætlega sáttur. Keypti 2001: A Space Odyssey á 6,97 pund (var útsala eða eitthvað) en þegar hún kom bættist nærri því 100% sendingarkostmaður á hana þannig ég endaði á því að borga 1600 kall í staðinn fyrir svona 1000-1200 eins og ég bjóst við. Það er þá aðeins ódýrara að versla þar og miklu, miklu, miklu meira úrval. Samt þónokkur sendingarkostnaður.
Allavega ef þúrt ekki með fjölkerfa dvd spilara þá er sniðugra að kaupa frá englandi… Annars er þetta ekki neitt mikið ódýrara með sendingakostnaði en hérna heima og ég held að verðið sé svipað frá báðum stöðum.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”
Þú verður að athuga það að það leggst yfirleitt sendingarkostnaður ofan á sem er oftast um 500 kr(þó ég viti ekkert um það), 10% tollur og síðan bölvaði VSK sem er 24,5%. Þannig að ég ráðlegg þér að kaupa ekki á netinu nema það sé nauðsynlegt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..