Nefnir enginn Philadelphia?? Enginn maður hefur farið betur með hlutverk dauðvona manns og Tom Hanks gerði í þeirri mynd. Enda uppskar hann Óskarinn fyrir.
Tom Hanks er minn uppáhaldsleikari og hefur verið það í mörg ár. Ég er ekki sammála að hann hafi ekki “kúl” því mér finnst hann oft mjög kúl. Hann er dramaleikari og sem slíkur þarf hann ekki að vera Travolta kúl heldur kúl á sinn eigin hátt. Var Hanks t.d. ekki kúl í Road to Perdition?? Hann lék karlrifjaðan morðingja þar og fór vel með það hlutverk. Hann sýndi þar og sannaði að hann getur bæði verið vondur og góður.
Ég viðurkenni það fúslega að hann hefur oft leikið óttalega lúða, t.d. Catch Me If You Can, Turner & Hoock, The 'burbs og fleirum myndum, en hann er bara svo ógeðslega fáránlega sjúklega góður leikari að það er ekki eðlilegt og ég fyrirgefi honum alveg lúðaháttinn sem hann dettur stundum í.
Tom Hanks státar af mögnuðum ferli, 6 Óskarstilnefningar og tvisvar unnið. Hann er ekki orðinn fimmtugur en samt leikið í 40 myndum og flestar eru þær langt yfir meðallagi.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.