Allir leikararnir eru þeir sömu og úr The Anchorman, enda annað ekki hægt. Sérstaklega gaman að horfa á hana núna eftir að það er mikið búið að vera í umfjölluninni, bæði í fréttu, hérna á huga og annars staðar, málið um jafnrétti kynjanna í samfélaginu. Karlarnir eru ekkert annað en karlrembur út í gegn og hló ég því pínu meira útaf karlrembubröndurunum en ég hefði.
Brick (Steve Carell) er ekkert nema fyndinn í þessari mynd. Hellingur af SNL leikurum koma inn í hin og þessi smáhlutverk og hafa SNL aðdáendur eflaust gaman af því.
Mæli endilega með að allir sjái þessa mynd, nema þeim sem fannst Anchorman leiðinleg, og er ég nokkuð viss um að hún sé fáanleg á videólegu, þá allra helst Laugarásvideó;).
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”