Sælir kvikmyndanördar.

Ég les venjulega kvikmyndir.com til að sjá nýjustu dómana en undanfarið hefur vefurinn verið á hraðri niðurleið.

Það eru nokkrar ástæður fyrir því:

1) Dómar koma yfirleitt löngu eftir að myndir eru teknar til almennra sýninga, ef þeir koma þá yfir höfuð. Það er virkilega slæmt þegar vefurinn gengur nánast aðeins út á það að birta kvikmyndagagnrýni.

2) Dómarnir eru frekar slappir, stuttir og langt frá því að vera nógu ítarlegir. Þetta á sérstaklega við þegar María Margrét skrifar en einnig hefur Davíð Örn verið slappur upp á síðkastið. Jón Hákon var virkilega góður, hann lagði allavega einhvern metnað í skrifin, ólíkt Maríu sem skrifar eitthvað búlsjitt.

3) Dómarnir eru oft á tíðum alveg út úr kú en samt ekki alltaf, það kemur fyrir að ég er sammála. Hvað er til dæmis málið að gefa A History of Violence einungis þrjár stjörnur en Flightplan fær þrjár og hálfa? Er ekki dálítill gæðamunur á þessum myndum, bæði hvað varðar söguþráð, gæði á vinnslunni í kringum kvikmyndina sjálfa, t.d. kvikmyndatöku, leik og leikstjórn??

Hvað finnst ykkur hinum? Ég held að það sé alveg óhætt fyrir gagnrýnendur kvikmynda.com að taka sig til í andlitinu ef taka á mark á þessari síðu.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.