Vegna mikillar gúrkutíð í bíóhúsunum í sumar (og bara eins lengi og ég man eftir mér),þá fór ég voðalega lítið í bíó. Sat heim og horfði á vídeó.
En ég fór samt sem áður örfáum sinnum í bíó og hlýtur versta myndin sem ég sá ,án nokkurs vafa að vera star wars III.
Djöfulsins sori!! Þetta voru ekki vonbrigði, ég bjóst ekki við miklu af þessari mynd, en ég bjóst aldrei við því að hún myndi vera svona hræðileg.
Ég er kominn í gegnum hálfa myndina þegar ég er byrjaður að hugsa með sjálfum mér: “á ég að trúa því að þessi mynd sé svona léleg? Það er búið að hype-a þetta upp í 3 ár og þetta er það besta sem þeir koma upp með?”
Gæði myndarinnar verður náttúrulega alltaf aukaatriði hjá star wars crowdinu. Ég stend í þeirri trú að George Lucas gæti gert 2 tíma mynd um sjónvarpstæki, skellt á þessu star wars titil og selt þetta á marga miiiiilljarða. Allt útaf því að hann bjó til ofmetnustu myndir kvikmyndasögunar fyrir ca. 30 árum.
djöööfull var ég pirraður þegar ég labbaði út eftir myndina. Eyddi síðan restina af kvöldinu að pæla í því hvort væri verra, að ég skyldi hafa látið nauðga á mér heilann í 2 heila tíma, eða að ég hafi í alvöru borgað fyrir það.
Segji bar eins og Jonny Lieberman: “They spelled shit wrong!!”
Nú er bara að skríða undir sæng og vona að star wars crowdid viti ekki hvar ég á heima.