Þetta var eini endirinn sem kom til greina og gerði myndina einmitt að því meistaraverki sem hún er. Vonleysið sem einkennir myndina er rækilega undirstrikað í bláendann þegar John Doe fær Mills til að fremja morð og tryggir þannig að hann (Doe) fái sína refsingu fyrir öfund og að Mills fái refsingu fyrir sjöundu syndina, reiði, því Mills drap jú óvopnaðan, handjárnaðan mann og líklega á leið í fangelsi. Takið líka eftir smáatriðunum eins og þegar Somerset kastar frá sér byssunni sinni til að tryggja það að hann muni ekki beita henni gegn Mills, sem honum hefði eflaust fundist hann tilneyddur til að gera annars. Hið illa sigrar að lokum…það er áminning.