Jæja það fer að styttast í þessa mynd með stjörnunni honum 50 Cent(Johua Jackson). Ég er enginn stór aðdáandi eða neitt slíkt, en ég hef nett gaman af honum(þó aðeins við vissar aðstæður). En maðurinn sem leikstýrir þessari mynd er enginn annar en Jim Sheridan sem leikstýrði meðal annars hinni frábæru In America og My Left Foot, þar sem Daniel Day Lewis uppskar óskar.
Ég er nokkuð viss um að þessi mynd verði ekkert í líkingu við flest allt crapið sem að Ja Rule og DMX og allir þessir rapparar hafa verið að leika í og sérstaklega spenntur fyrir þessari mynd. Bæði vegna leikstjórans og spenntur fyrir því að sjá hvort 50 Cent geti leiki(hefur verið með stórar yfirlýsingar).
Annars er trailerinn hérna ; http://www.apple.com/trailers/paramount/getrichordietryin/