The 40 Year old Virgin Þessi mynd fer í hóp sem kallast rómantískar gamanmyndir. Það eru nú margar misgóðar myndir í þeim hópi en The 40 Year old Virgin er með þeim betri enda feiknarvel skrifuð og vel gerð mynd.

Andy (Steve Carell) flokkast undir hugtakið “nördi”. No offense. Hann safnar ofurhetjum sem ennþá eru í upprunalegum pakkningum, spilar Halo og veit mikið um græjur og tölvur. Hann er líka fertugur og er hreinn sveinn. Þegar vinnufélagar hans komast að því að hann er hreinn sveinn þá ákveða þeir að þetta geti ekki gengið, það verður að redda þessum manni drátt. Við fáum svo að upplifa skrautleg augnablik og það er gaman að sjá hvernig Andy spjarar sig.

Andy er áhugaverð persóna og það gaman að fylgjast með þessari för hans inn í óþekktan heim. Myndin fer líka dýpra í það hvers vegna hann er ekki búinn að missa sveindóminn á fimmtugsaldrinum. Steve Carell fer hreinlega á kostum í þessu hlutverki og maður hlakkar til að sjá hann í fleiri myndum. Þótt myndin fjalli aðallega um ástamál Andy þá er athyglinni líka beint að aukapersónunum þ.e. vinnufélögum hans en það er litríkur hópur, við fylgjumst einnig með því hvernig þeim gengur í sínum einkamálum og myndin væri alls ekki eins góð og hún er ef þessir menn væru ekki til staðar.

Munurinn á þessari mynd og t.d. Deuce Bigalow: European Gigolo er að í þessari mynd þá virka þessir kynferðislegu brandarar svo miklu betur og fá að njóta sín svo vel í þessari mynd heldur en í Deuce Bigalow. Það er ekki farið yfir srikið heldur eru þeir vel skrifaðir og hvernig orðar maður það?… fyndnir!

Myndin heldur dampi allan tímann og dettur ekki niður eins og svo margar gamanmyndir og það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé ein besta gamanmynd,rómantísk gamanmynd sem ég hef séð á ævi minni.

****/*****