Bill Murray virðist loksins hafa fundið sinn rétta leikstíl sem svipbrigðalaus dramatískur gamanleikari. Í þessarri mynd túlkar hann miðaldra mann semfer í ferðalag og lendir í ævintýralegum aðstæðum og uppákomum án þess að bregðast við með neinum ofsa, heldur rólegheitum og húmor.
Þeim sem fannst Murray vera góður í Lost In Translation (þar sem hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna) ætti að líka vel við þessa mynd, líkur karakter en þó á þessi sögupersóna í samskiptum og viðræðum við margt margar og ólíkar persónur.
Leikstjórinn Jim Jarmusch tekur áhorfandann í ferð þar sem lausn gátunnar verður að ónauðsynlegu aukaatriði, ferðin sjálf verður aðalatriðið og við áttum okkur á því að fortíðin er farin og hliðargöturnar sem við slepptum á yngri árum verða ekki rannsakaðar síðar meir.
Broken Flowers er algjörlaga Bill Murray mynd, aðrir leikarar ná sennilega ekki 10 mínútum á tjaldinu en ef vel er að gáð má sjá þar bregða fyrir leikurum eins og Jeffrey Wright, Sharon Stone, Frances Conroy, Jessica Lange, Tilda Swinton, Julie Delpy og einvherjum fleirum sem ég kannast ekki við.
Þessi mynd er sannarlega ferðarinnar virði, en áhorfandinn má þó ekki horfa á þessa mynd sem einhverja ráðgátumynd því þá á hann eftir að koma vonsvikinn út, þessi mynd er um lífið og tilveruna.
Myndin vann Grand Prix á Cannes hátíðinni, var tilnefnd til Gullna Pálmans og er ekta kvikmynd, í allt öðrum flokki en allar þær bíómyndir sem ég hef farið á síðan í vor, besta mynd sem ég hef séð í allt sumar.
Batman, Sin City, War of the Worlds, Starwars og hinar, eat your heart out, Broken Flowers kemur inn seint en er án efa besta mynd sumarsins.
Má ég breyta atkvæðinu í könnuninni sem ég tók þátt í um daginn? Duh.
Massi