Ace Ventura er algjör snilld! Þessi mynd er hreinn klassi og maður grenjar sig úr hlátri þegar maður horfir á hana. Enda snilldar leikur sem Jim Carrey fer með. Hún byrjar á því að hann þykist vera sendimaður frá póstfyritæki. Hann fer mjög illa með kassann sem viðtakandinn á að fá enda er það mjög fyndið. Þegar hann lætur viðtakandann fá kassann klappar hann hundinum hans og laumar honum inn á gallan sinn og fer svo. Svo fattar kallinn það og kemur brjálaður út og lemur bílinn hans Ace í klessu, enda er fyndið hvernig Ace keyrir bílinn út alla myndina :D hehe já svo er rænt höfrungi úr fótboltaliði. Ace Ventura er ráðinn til þess að finna út hver gerði það. Hann fer inn í klúbb til mjög skýtins manns sem er svona tölvunörd. Þar finnur hann út að milljónamæringurinn Ronald Camp hafi verið að kaupa mikinn sjávar útbúnað og fleira, svo hann fer í veislu sem Ron heldur upp á til að rannsaka þetta betur. Það er mjög fyndið atriði, en svo reynist Ron ekki vera sekur. En svo fer Ace að kanna demant sem hann fann í síunni í búrinu sem hörfungurinn var í. Það er úr hring sem fótboltamenn hafa. Þá fer hannn að leita af hringnum sem vantar einn demant í en svo reynist sem allir fótboltamennirnir hafa hring sem eru allir 5 demantar í. Þá sér hann mann sem heitir Finkle og kanna heimili hans. Svo virðist sem að Finkle hafi farið á geðveikrahæli og þá fer Ace þar og reynir að láta sig inn á hælið. Það er að mínu mati fyndnasta atriði myndarinnar! en þetta er snilldar mynd og hér í þessari frásögn er margt eftir ósagt en ég ætla að láta þessa grein ekki vera allt of langa fyrir þá sem eiga eftir að sjá hana. Mæli sterklega með henni fyrir þá sem hafa gaman af klassískum Jim Carrey!
- Cassandra