sælir kvikmyndaáhugamenn. Ég ætlaði bara láta að vita að ég var að surfa á hinni yndislegu síðu www.imdb.com og fann mynd að nafni True Romance með Christian Slater sem ég reddaði mér svo eintak af. Og þvílík snilld! Ég hafði aldrei heyrt um þessa mynd, samt sem áður er hún skrifuð af Quentin Tarantino.
Allaveganna frá mínu sjónarhorni er eins og þessi mynd hafi gleymst á meðan Reservoir Dogs, Pulp Fiction, Kill Bill 1 og 2 og Jackie Brown eru þær mest umtöluðu. Allaveganna hafa margir örugglega séð þessa mynd en þeir sem hafa ekki séð hana hvet ég eindregið til að redda sér eintak af.
http://www.imdb.com/title/tt0108399/