Svona er fólk ólíkt og með ólíkan smekk, annars væri heimurinn lítið skemmtilegur :o)
Ég er meira fyrir kvikmyndir en bíómyndir (þótt skilin séu ekki alltaf ljós) sem sennilega skýrir áhugaleysi mitt fyrir blockbusterum, og kanski má segja að kvikmyndasumarið hafi verið lélegt hjá sýningahúsunum, en bíómyndasumarið skárra.
Ég hafði gaman af öllum þessum myndum, þótt ég geti ekki sagt að mér hafi fundist þetta vera “góðar myndir”, margt gott í hverri mynd fyrir sig þó. Batman kom mér á óvart þar sem hún er svo mikið öðru vísi en hinar Batman myndirnar, mér fannst Sin City bara ekki ná að standa uppúr að neinu leiti, ekkert við hana sem kveikti í mér, gaman samt að sjá hana því hún er partur af þróun í kvikmyndagerð sem er nýjung núna og menn eru að fikra sig áfram. Hvorug þessarra mynda verður litin sem neitt tímamótaverk eða milestone, Batman sem (vonandi) lokapunktur á sundurleitri en áhugaverðri seríu en Sin City sem hænufet í þróun sem er að breyta umhverfinu í kvikmyndagerð pínulítið, þ.e. að gefa einn valkost í leikmyndagerð og tæknibrellum.
massi