Já það er mikið til í þessu sem þú segir, og það er gott að þú stendur fasstur á þínum skoðunum.
“Ég hef einmitt mikið leitað að því af hverju myndin er eins góð og fólk lætur af. Það sem ég hef fundið:
* Ofbeldi sem hafði ekki sést áður
* ”emotionally troublesome“”
Það er náttúrulega bara persónu og skoðana bundið hvað mönnum þykkir góð mynd eða ekki, mynd(Og hvað sem er) getur verið snild hjá einum, en ómerkilegt rusl hjá öðrum, því það sem fólk eltist eftir að fá áhveðnar tilfiningar, en svo er það mismunandi hja hverjum og einum hvað knír framm þessar tilfiningar.
En ég ætla svona segja það sem mér persónuleg fynnst svona merkilegt við þessa mynd og fær þessar skemtilegu tilfiningar sem ég er að eltast eftir, fyrir utan það sem þú hefur nefnd:
*Það eru mörg mjög sterk og átakanleg atriði í myndini,
1) tildæmis atriðið þegar hann Axel er í meðferðini, og er látinn hlusta á það sem að hann er vanur að hlusta á og látinn horfa á það sem hann er vanur að gera (misþirma fólki), og hvernig það verður kvölog pína fyrir hann, að horfa á hversdagsleikann hjá sér.
2) Atriðið þegar hann leitar í skjól við eitt af fórnalömbunum hjá sér (gamla karlinum í hjóla stólnum), og það er lísandi dæmi fyrir því hvað mannkynið er gjarn að hefna. Axel er búinn að afplána sinn dóm, sem tilraunadýr, en samt hefur almenningur og stjórnvöld ekki fengið nægja fullnægingu með það, því þau vilja hefna.
Hefndin er svo sterk í þessum atriðum í lokinn.
3) Hvernig vinátta getur verið snúinn. Eins og hvernig vinir Axels gefa Axel upp á bátinn, og snúa sér að “samfélagslegri” störfum. Og hvernig það spinnist svo inní hatur gegn Axeli í endanum (einnig má túlka það hvernig fólk getur blekkt sjálfansig með því að halda það að þau fegri eithvað persónuleika sinn með því að fara í eihverja virðulegann búning, eins og vinir Axels fóru í lögreglunna til að fegra sjálfansig. en voru samt gjörsamlega spilltir af hefnd).(Algjör snild að mínu mati).
* Mig fynnst einnig snild, hvernig Kubrick´, lætur fólk hálf vorkenna hatða aðlann, Axel. Axel sem er hrotti, en samt ljúflingur með brenglaðar hugsanir. Mig finnst skemmtilegt hvernig Kubrick lætur mann fara hugsa. Og maður fer um leið að hugsa ótal spurningar sem erfitt er að svara.
Eins og, hvernig við þrífumst á hefndinni, Og hvernig við viljum að “vondikallinn” eigi að fá að hveljast, þrátt fyrir iðrunina sem hann er búinn að fá.
En ég virði sammt þínar skoðanir fullkomlega. Og ég er alls ekki að reyna að breyta þeim, gegn þínum vilja. Ég er bara að draga mínar skoðanir framm og deila þeim með þér, þú ræður því fullkomlega hvort þú breytir skoðun þinni eða ey.
En burt séð frá því þá er ég ekki að sá það sem aðrir sjá við StarWars, og mig fynnst þær óttalega leiðinlegar, en það er bara mín skoðun.