Sæll
Eins og flestir vita er gengi íslensku krónunnar alveg í hassi, dollarinn í rúmum 100 kr. og pundið í tæpum 150 kr. Þ.a.l er orðið mjög dýrt að panta af netinu frá U.S eða U.K því að ofan á leggst tollur og skattur og sendingarkostnaður. Þegar varan er loksins komin til þín ertu að borga alveg 3500 - 4000 kr. fyrir myndina ef ekki meira.
Hér heima er ódýrast í Hagkaup en lélegt úrval, Japis er ansi gott úrval og frekar lágt verð ca. 2.450 kr. Svo eru BT og ELKÓ með gott verð og fínt úrval.
Alls ekki kaupa DVD í Skífunni forðastu það eins og heitann eldinn. Þeir eru fáránlega dýrir, 3000 kr. fyrir nýja mynd og 3600 fyrir tvöfaldann disk. Þetta eru hálfvitar. Þeir hafa hækkað verðið alveg fáránlega mikið undafarið.
Allir að hætta að versla við Skífunna!!!!
Topp 3
1. Japis - Gott úrval, lágt verð
2. Elko - mjög gott úrval, aðeins hærra verð en í Japis
3. Hagkaup - lægsta verðið en lélegasta úrvalið
Ég vona að þetta hjálpi þér eitthvað
kveðja,
bjornj