Mér finnst allt það lof sem hún hefur fengið svolítið óverðskuldað, en er samt sem áður fín. Það eru bara svo margir gallar sem er einfaldlega ekki hægt að horfa fram hjá. Til dæmis leikur Hayden, sem er oft á tíðum alveg skelfilegur, og ég skil ekki fólk sem er að hæla honum fyrir leik í þessari mynd. ÖLL atriði milli hans og Natalie eru einfaldlega léleg. George Lucas kann hvorki að skrifa né leikstýra þess konar atriðum og þau ná engan veginn saman. Ótrúlegt hvað Natalie Portman er alltaf langt frá sínu besta í þessu Star Wars dóti…eins og hún hefur verið frábær upp á síkastið - Garden State og Closer. Svo kann Lucas ekki að skrifa samtöl, í alvöru, honum tókst að gera talsmáta Yoda frekar skondinn á köflum, raðaði setnungunum e-ð svo ýkt upp.
Hæ! Ég heiti George Lucas, ég kann voða lítið að leikstýra og hvað þá að skrifa samtöl? En ég er rosalega góður á tölvur og sagan mín er óumdeilanlega ansi mögnuð!
En sum atriðin eru ansi mögnuð, síðasti fjórðungurinn af myndinni er mjög góður. Þegear það illa tekur yfir og bardaginn milli Obi-Wan og Anakin er magnaður.