Núna ætla ég að segja ykkur frá því, hvað gerist ef eftirfarandi atriði koma í myndunum.

Eflaust eru einhverjir ósammála mér, en, þetta eru aðeins mínar persónulegu skoðanir.

—-
Ég verð arfavitlaus ef eftirfarandi kemur í myndunum:

Ekkert blóð sést, nema kanski ef einn meiðist á fingri, eða álíka. Ég VIL sjá BLÓÐBAÐ í bardögum einsog í stórmyndinni Gladiator. Þannig var það, og er ennþá. Fólk missir útlimi og drepst í stríði, núna og í gamladaga. Líka í ævintýrabókum sem eru ekki endilega ætlaðar börnum.

Ef venjulegt fólk á sveitabæjum er nútímalegt, þeas, með HVÍTAR SKÍNANDI (svo það brennur í augum) tennur, í hreinum fötum, og með hreinar hendur eftir “hard days work”.

Ef brynjur eru skínandi fínar og bónaðar eftir bardaga.

Ef fimmaura brandarar eru í myndinni, einsog með fjandans aulann í starwars, hvað sem hann hét, kom með í hvert skipti sem hann sást. “Mísa blabla…ARGH!” Eða ef athafnir einhverjar persónu eru fíbblalegar og heimskulegar…

Ef sögunni hefur á einhvern hátt verið breitt, frá upprunalega söguþráði LOTR.
——–

Þetta eru bara fáir hlutir, en…það má alltaf deila um þetta einsog allt annað.

Right?

[Ç]