sannsögulegar stríðsmyndir góðar eins og ''Black Hawk Down, Saving Private Ryan og Forrest Gump
Ég myndi nú seint telja þessar myndir sannsögulegar fyrir utan það að þær gerast allar að mestu leyti eða að hluta til í stríðum eða átökum sem áttu sér stað í alvörunni.
Mæli með að þú lesir bókina Black Hawk Down sem er nær sannleikanum heldur en kvikmyndin sem er svo lituð af kanaáróðri að það er ekki fyndið.
Mæli með klassískum stríðsmyndum eins og The longest day sem er besta mynd um innrásina í normandí sem nokkurn tímann hefur verið gerð. Einnig er Tora Tora Tora frábær mynd. Tekur Pearl harbour í ósmurt hvenær sem er =)
Einfaldlega ótrúlega mikið af góðum hermyndum þarna of margar til að telja upp en nokkrar góðar eru Bridge over the river Kwai, Where eagles dare, The Guns of Navarone, Platoon, Apocalypse Now, Tigerland, Hot Shots, To end all wars, Three kings, Das Boot, Lawrence of arabia (einnig er bókin The seven pillars of wisdom gargandi snilld), All quiet on the western front, The killing fields, To be or not to be, Patton.
Þetta eru nokkrar myndir af mörgum góðum stríðsmyndum sem nauðsynlegt er að sjá.
p.s. Forrest Gump rokka