Nicholas Cage leikur Ben Gates, sem hefur eytt ævi sinni í leit að földum risafjársjóði, á grundvelli vísbendingar sem forfeður hans hafa varðveitt allt frá frelsisstríði Bandaríkjanna. Hann kemst loks á sporið og telur sig hafa komist að því að á bakhlið sjálfstæðisyfirlýsingarinnar sé fjársjóðskort. Auðvitað trúir honum enginn, nema fyrrum samstarfsmaður hans (Sean Bean) sem ætlar að stela plagginu - og til þess að koma í veg fyrir það ákveður Gates að stela því sjálfur.
National Treasure er úr smiðju Jerry Bruckheimer og því er hér á ferðinni frábær ævintýramynd, sem mun eflaust reynast mun vinsælli hjá strákum en stelpum. Það er augljóst að myndin á að vera eins konar blanda af Indiana Jones syrpunni og DaVinci lyklinum. Hún nær auðveldlega því takmarki og er þetta ein besta mynd sem ég hef séð.
Það er nóg af stjörnum í myndinni, fyrir utan Cage - Jon Voight leikur föður hans, Christopher Plummer leikur afa hans, auk þess sem Harvey Keitel fer með hlutverk í myndinni, sem og Sean Bean, eins og fyrr segir. Þessi mynd er án efa hápunktur þeirra ferla.
Nicolas Cage vill greinilega verða hinn nýi Indiana Jones og stendur hann sig frábærlega, og liggur við að hann slái Indiana Jones útaf laginu. Með frábærum tæknibrellum og einstaklega góðum söguþræði er þetta án efa ein besta mynd ársins. Ekki er það heldur galli að hún sé á 100% öryggi í bónusvídeóum og ætti enginn að láta þessa mynd framhjá sér fara.
/Ozzy123