Laugardagurinn 09.04.05, ekkert í sjónvarpinu svo ég ákvað að drífa mig bara á videoleigu og leigði þar myndina Thunderstruck á DvD. Thunderstruck er um 5 Ac/Dc aðdáendur sem ákveða 1991 að ef einhver þeirra deyr eigi hinir að grafa hann við gröf Bon Scott, fyrrverandi söngvara Ac/Dc sem lést 1980. Svo fer að einn þeirra deyr og hinir fara með öskuna hans til grafar Bons Scott. Á leiðinni lenda þeir í ýmsum erfiðleikum en komast að sjálfsögðu á leiðarenda. Mér fannst þetta rosalega góð mynd og hvet alla til að kíkja á hana, hún er með mörgum skondnum atriðum og fullt af góðri tónlist!
Stoltur meðlimur Team-ADAM