Satt er það. En að hefur alveg komið haugur af myndum sem hafa innihaldið mikilvæg skilaboð í ádeiluformi(tímabærar myndir).
En hins vegar er þetta mjög skemmtileg líking, þ.e.a.s. Fight Club og A Clockwork Orange. Því að mikið af vitlausum unglingum eiga það til að miskilja svona myndir og herma eftir.
T.d. þegar A Clockwork Oragne kom út, kenndu yfirvöld og foreldrar Stanley Kubrick um glæpi og nokkur morð. Endaði svo með því að Stanley Kubrick þurfti að draga myndina út bíóhúsum og fáir hafa slík völd. Og sömu söguna má segja um Fight Club. Man þegar myndin kom út, þá heyrði maður í fréttum frá alls kyns slagsmálaklúbbum. Því spurning um hvort að þessar myndir voru mjög tímabærar?
Báðar myndir sem áttu það til að miskiljast af vitleysingum.
En ég stend á því að A Clockwork Orange og Fight Club gangi ekki út á það sama, þrátt fyrir að leggja fram ádeilu í sömu mynd(grunnmynd). En samt skil ég alveg þessa líkingu.