Ég var að reyna taka afrit af the incredibles disk (keyptum) sem ég á svona til öryggis ef að hann rispist eða eitthvað sem hefur komið fyrir slatta af þeim diskum sem ég á :) en það er ekkert að virka.
Ég byrjaði á að rippa diskinn með Smartripper og gekk það ágætlega, fékk video_ts og audio_ts folderana og breitti fælunum svo í .iso með ultra iso. Þegar ég mountaði isoinn þá virkaði myndin og allt, svo ég ákvað að skrifa image fælinn á disk með alcohol 120%. Þegar það var búið þá prófaði ég diskinn í tölvunni og hann virkaði (sama drif og ég skrifaði diskinn með). Svo ég ætlaði að prófa hann í öðrum dvd spilara sem ég er með (sjónvarps) en hann virkaði ekki þar, og ekki heldur í playstation 2.
Getur einhver sagt mér hvort ég sé að gleyma einhverju eða hvað gæti verið að?
Takk.